Á döfinni

Allir með – málþingum lokið

Í vetur höfum við haldið 10 málþing fyrir foreldra af erlendum uppruna á 10 tungumálum. Allar upplýsingar og samantektir frá málþingunum má finna hér á síðunni: Allir með

Nú hefst vinna við að taka saman niðurstöður og kynna þær. Hvernig það verður gert kemur í ljós á næstu viku. 

Þetta hefur verið frábært verkefni og erum við mjög stolt af því hvernig til tókst. Mikil samvinna átti sér stað til að koma þessu á koppinn og unnum við með móðurmálshópunum sem starfa hjá Móðurmál. Var þetta allt tekið upp og því er hægt að nýta efnið áfram.

Við þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera þetta verkefni mögulegt!

 

 

Nýlegar færslur

Sumarfrí

15/06/2018|0 Comments

Skrifstofa SAMFOK lokar eftir daginn í dag vegna sumarleyfis og opnar aftur eftir verslunarmannahelgi. Það er þó alltaf hægt að senda okkur tölvupóst sem verður svarað við fyrsta tækifæri og ef það þarf nauðsynlega að

Ný stjórn kosin á aðalfundi

04/06/2018|0 Comments

Aðalfundur SAMFOK var haldinn 23. maí í Foldaskóla. Ný stjórn var kosin á fundinum og eru eftirtaldar í stjórn. Guðlaug Karlsdóttir, fulltrúi foreldra í skólaráði Foldaskóla Maria Sastre, foreldrafélagi Hólabrekkuskóla Áslaug Björk Eggertsdóttir, formaður foreldrafélags

ELDRI FÆRSLUR

SAMFOK (samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík) var stofnað 1983 og eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkur.

NÁNAR UM SAMFOK

Markmið SAMFOK eru:

að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska,
að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf,
að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum,
að efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni

LESA MEIRA