Á döfinni

35 ára afmæli SAMFOK

9. maí @ 16:30 - 18:30

Allir með – málþingum lokið

Í vetur höfum við haldið 10 málþing fyrir foreldra af erlendum uppruna á 10 tungumálum. Allar upplýsingar og samantektir frá málþingunum má finna hér á síðunni: Allir með

Nú hefst vinna við að taka saman niðurstöður og kynna þær. Hvernig það verður gert kemur í ljós á næstu viku. 

Þetta hefur verið frábært verkefni og erum við mjög stolt af því hvernig til tókst. Mikil samvinna átti sér stað til að koma þessu á koppinn og unnum við með móðurmálshópunum sem starfa hjá Móðurmál. Var þetta allt tekið upp og því er hægt að nýta efnið áfram.

Við þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera þetta verkefni mögulegt!

 

 

Nýlegar færslur

  • Teiknuð mynd af Alþingishúsinu með íslenska fánanum að húni.

Kvörtun til umboðsmanns Alþingis

12/03/2018|0 Comments

Í síðustu viku sendi SAMFOK inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis um samræmd próf til að knýja á um að réttur foreldra og nemenda verði virtur og reglugerð um fyrirlögn og framkvæmd samræmdra prófa verði endurskoðuð. Kvörtunin

Erindi á fræðslukvöldi hjá Fróðum foreldrum

08/03/2018|0 Comments

Sigríður Björk, framkvæmdastjóri SAMFOK, var í gærkvöldi með örerindi á fræðslukvöldi hjá Fróðum foreldrum um hvaða bjargir foreldrar hafa til að standa saman þegar kemur að forvörnum. Fundinum var streymt beint á Facebook og er

ELDRI FÆRSLUR

SAMFOK (samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík) var stofnað 1983 og eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkur.

NÁNAR UM SAMFOK

Markmið SAMFOK eru:

að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska,
að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf,
að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum,
að efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni

LESA MEIRA