Á döfinni

Á morgun er aldrei nýr dagur - bókakápa

Á haustönn býðst foreldrafélögum grunnskólanna í Reykjavík að taka þátt í áhugaverðu verkefni um börn og fátækt í tilefni af útgáfu bókarinnar Á morgun er aldrei nýr dagur.

SAMFOK og Skóla- og frístundavið bjóða foreldrafélögum sérstök kjör á fyrirlestra og kynningu í samstarfi við Borgarbókasafnið. Framlag foreldrafélaganna er að greiða helming kostnaðarins (20.000 kr.), SAMFOK greiðir hinn helminginn og sjá um að auglýsa viðburðinn til foreldra í samstarfi við félagsmiðstöð skólans. Félagsmiðstöðvarnar sjá svo um annan undirbúning og framkvæmd umræðukvöldsins.

Allar nánari upplýsingar og tengil á umsókn um þátttöku má finna hér á vefsíðu SAMFOK: Börn og fátækt

Nýlegar færslur

  • Jólakort SAMFOK 2018

Gleðilega hátíð

20/12/2018|0 Comments

SAMFOK óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum gott og uppbyggilegt samstarf á árinu sem er að líða og við hlökkum til að starfa með ykkur á komandi ári. Skrifstofan verður lokuð

Umsögn um endurskipulagningu og framtíðarskipan hverfisráða

11/12/2018|0 Comments

SAMFOK sendi frá sér umsögn um drög að skýrslu og tillögum stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan hverfisráða. Umsögnina má finna á pdf formi hér: Umsögn

ELDRI FÆRSLUR

SAMFOK (samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík) var stofnað 1983 og eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkur.

NÁNAR UM SAMFOK

Markmið SAMFOK eru:

að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska,
að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf,
að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum,
að efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni

LESA MEIRA