Árleg verkefni

.
.

SAMFOK veitir grunnskólaforeldrum í Reykjavík leiðbeiningar eða ráðgjöf. Hægt er að leita til skrifstofu samfok eða senda tölvupóst á samfok@samfok.is

SAMFOK annast fræðslu og ráðgjöf til fulltrúa grunnskólaforeldra m.a. námskeiðum og fræðslusfundum. SAMFOK stendur árlega fyrir námskeiðum fyrir bekkjarfulltrúa, stjórnir foreldrafélaga og skólaráðsfulltrúa. sjá hér

SAMFOK gefur út rafrænt fréttabréf og ársskýrslu að vori, sjá hér

SAMFOK tekur þátt stefnumótun Reykjavíkurborgar sem varðar skóla- og frístundamál þegar þess er óskað og kemur sjónarmiðum foreldra á framfæri við yfirvöld. sjá starfshópar

SAMFOK á fulltrúa í forvarnarhópnum SAMAN-hópurinn.

SAMFOK stendur árlega ýmist fyrir málþingum, opnum fundum eða námskeiðum í hverfum borgarinnar um skólamál, sjá hér

SAMFOK skrifar reglulega umsagnir til skóla- og frístundasviðs, eða sendir athugasemdir eða ábendingar vegna tillagna að breytingum á reglugerðum eða lögum sem tengjast grunnskólum þegar þess er óskað af hálfu Menntamálaráðuneytisins, sjá hér

Stjórn SAMFOK fundar mánaðarlega frá ágúst til júní.
Stjórn SAMFOK heldur starfsdag í september, forgangsraðar verkefnum og áherslum í starfinu á komandi starfsári og gefur út starfsáætlun, sjá starfsáætlun hér

Fulltrúaráðsfundir eru haldnir lágmark tvisvar á ári, að hausti og síðan að vori í tengslum við aðalfund. Fulltrúaráð SAMFOK skipa formenn foreldrafélaga grunnskóla Reykjavíkur og fulltrúar foreldra í skólaráðum.

Aðalfundur er haldinn að vori, sjá fundargerðir hér

(skoða texta, bæta í ?)