Fjöregg SAMFOK

.
.
.
.

Fjöregg SAMFOK hefur verið veitt þeim sem hefur, að mati stjórnar SAMFOK, unnið frábært starf í þágu grunnskólabarna í Reykjavík

Eftirtaldir hafa hlotið fjöregg SAMFOK:

2016, Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda og félagsmálafræðingur.
Helga Margrét hefur starfað lengi að málefnum skólaforeldra og nemenda, fyrst í Reykjanesbæ, síðan hjá Heimili og skóla og nú síðast í starfi sínu hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Virkni borgaranna og lýðræði í skólastarfi hefur verið henni sérstaklega hugleikið og hefur hún af ástríðu barist fyrir réttindum nemenda og foreldra um leið og hún hefur hvatt foreldra til dáða og kallað þá til ábyrgðar. Helga Margrét er hafsjór af fróðleik, hún kom að gerð grunnskólalaganna árið 2008 og er líklega sá aðili sem mesta og besta yfirsýn hefur um þróun foreldrasamstarfs og aðkomu foreldra að skólastarfi hér á landi.
SAMFOK hefur notað starfskrafta og leiðsagnar Helgu Margrétar í mörgum stórum verkefnum á undanförnum árum og vill með þessu þakka henni fyrir frábært samstarf og þann innblástur og hvatningu sem hún hefur verið í starfi SAMFOK.

2013, Unnur Halldórsdóttir og Guðni Olgeirsson fyrir ómetanlegt framlag og hugsjónastarf í þágu grunnskólanemenda og foreldra þeirra.

2009, Bergþóra Valsdóttir fyrir ómetanlegt framlag til foreldrasamstarfs í grunnskólum Reykjavíkur og Skólasamfélag Norðlingaskóla með Sif Vigþórsdóttur í broddi fylkinga fyrir einstaklega jákvæð viðhorf og vel útfærðar hugmyndir um samstarf foreldra, nemenda og skóla.

2006, Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur og Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, fyrir framlag til foreldrastarfs og betra samstarfs foreldra og skóla.

2003, Foreldraráð Seljaskóla, fyrir framlag sitt til að byggja upp samstarf og samskipti milli foreldra og skóla.

2002, Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur.

2001, Samninganefndir Félags grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir nýja kjarasamninga sem vöktu vonir um að grunnskólinn yrði samkeppnisfær við hinn almenna vinnumarkað um starfskrafta, að kennsludögum fjölgaði og starfi umsjónarkennara efldist