Fulltrúaráð

Fulltrúaráðsfundir SAMFOK fara fram tvisvar á ári. Í október/nóvember og svo að vori til á sama tíma og aðalfundur samtakanna fer fram.

Síðasti fulltrúaráðsfundur var 16. nóvember 2017 kl. 19:30.

Hver skóli á þrjá fulltrúa í fulltrúaráði SAMFOK. Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega hafið samband á samfok@samfok.is

Um fulltrúaráðið í lögum SAMFOK:
4. gr. Fulltrúaráð
Fundur skal haldinn samkvæmt ákvörðun stjórnar eða að kröfu tíunda hluta fulltrúaráðsmanna. Formenn foreldrafélaga grunnskóla Reykjavíkur og fulltrúar foreldra í skólaráði skipa fulltrúaráð SAMFOK. Þeim er heimilt að senda varamann úr stjórn foreldrafélags eða skólaráði í sinn stað. Fulltrúaráðið kemur saman a.m.k. tvisvar á ári og oftar ef þurfa þykir. Fulltrúaráðsfundur að vori er jafnframt aðalfundur SAMFOK.
Hver fulltrúaráðsmaður á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fulltrúaráðsfundi ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar a.m.k. fjórum dögum fyrir boðaðan fulltrúaráðsfund. Meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á fulltrúaráðsfundum nema annað sé ákveðið í samþykktum þessum.

 

Uppfært 23.02.2018