Bekkjarfulltrúanámskeið

Í hverjum bekk eiga að vera bekkjarfulltrúar sem sjá um skipulagningu foreldrastarfs í bekknum. Það er ekki bekkjarfulltrúanna að sjá um allt heldur virkja fólk með sér.

Á bekkjarfulltrúanámskeiðunum er fjallað um foreldrastarf og til hvers við erum að standa í því. Farið er í hlutverk bekkjarfulltrúans, hvað fellst í því og sagt frá ýmsum hugmyndum um hvernig má byggja upp góðan bekkjaranda.

Við bæði bjóðum upp á það að koma inn í skólana og halda námskeið fyrir bekkjarfulltrúa hvers skóla, einnig við með námskeið hjá okkur fyrir bekkjarfulltrúa einu sinni á hverju hausti.

Námskeiðið fer fram á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Ef þið viljið fá námskeið í ykkar skóla hafið þá samband við okkur: samfok@samfok.is

Næsta bekkjarfulltrúanámskeið sem verður haldið hjá okkur verður 28. nóvember kl. 20 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Sjá hér: Bekkjarfulltrúanámskeið

 

 

 

Uppfært 1.11.2017