Um SAMFOK

SAMFOK (samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík) var stofnað 1983 og eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkur.

Markmið SAMFOK eru:

  1. að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska,
  2. að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf,
  3. að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum,
  4. að efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni

Framtíðarsýn SAMFOK

SAMFOK beitir sér fyrir frábæru skólastarfi í grunnskólum ReykjavíkurSAMFOK leiðir þig og börnin þín inn í framtíðarsamfélag sem býður upp á úrvals skólastarf, þar sem ALLIR nemendur eiga að njóta sín. Með skilningi á þörfum foreldra og barna þeirra, sérfræðiþekkingu og frumkvæði, veitum við þá þjónustu sem foreldrar í Reykjavík þarfnast.

Við skiljum hversu mikil áhrif skólastarfið hefur á alla fjölskylduna og ætlum okkur að að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska með því að að beita okkur fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf og að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum. Við viljum einnig efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni. Þetta er sú staðsetning sem SAMFOK ætlar að standa fyrir.

SAMFOK – helstu verkefni:

  • að standa fyrir stefnumótandi ársþingi að hausti,
  • að afla upplýsinga frá foreldrafélögum og foreldraráðum og vera gagna- og hugmyndabanki sem félögin og ráðin geta sótti í,
  • að sinna fræðslu fyrir félögin og ráðin.

SAMFOK starfar að þessum verkefnum skv. starfsáætlun hvers vetrar sem send er öllum foreldraráðum og foreldrafélögum.
SAMFOK gefur reglulega út fréttabréf sem sent er öllum foreldraráðum og -félögum þar sem sagt er frá því helsta í starfinu.
SAMFOK hefur gefið út upplýsingaefni m.a. um foreldrastarf í skólum, starfsreglur fyrir foreldraráð og um foreldrarölt.
SAMFOK hefur gengist fyrir ýmsum könnunum, svo sem um viðhorf foreldra til málefna grunnskólans og um starfsemi foreldraráða í grunnskólum.
SAMFOK hefur tekið þátt í og skipulagt ýmis samstarfsverkefni, málþing, ráðstefnur og fræðslufundi.

(endurskoða texta)

 

Formenn SAMFOK frá stofnun: 
Bogi Arnar Finnbogason 1983-1986 
Valgarður Egilsson, 1986-1988 
Kristín Hraundal, 1988-1989 
Unnur Halldórsdóttir, 1990-1993 
Guðbjörg Björnsdóttir, 1993-1998 
Óskar Ísfeld Sigurðsson, 1998-2002 
Sigrún Gunnarsdóttir, 2002-2005 
Steinunn Gunnarsdóttir, 2002-2005 
Steinunn Ásgeirsdóttir, 2005-2007 
Hildur Björg Hafstein, 2007-2010 
Guðrún Valdimarsdóttir, 2010-2012 
Margrét Valgerður Helgadóttir, 2012-2014 
Birgitta Bára Hassenstein, 2014