Á döfinni
Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli
SAMFOK – samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóli – landssamtök foreldra réðust í sumar í gerð forvarnarmyndbanda í samvinnu við Rannsóknir og greiningu. Myndböndunum er ætlað að vera hvetjandi skilaboð til foreldra um mikilvægi þess að þeir séu virkir í lífi barna sinna og er vísað í rannsóknir Rannsókna og greiningar, því til stuðnings, í hverju myndbandi.
Fjölmargir aðilar lögðu okkur lið við gerð myndbandanna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Meðal þeirra sem koma fram eru Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Alma D. Möller landlæknir, Birgir Örn Guðjónsson hjá Lögreglunni, Anton Sveinn McKee tvöfaldur ólympíufari í sundi, skólastjórnendur, fólk sem starfar með börnum eða að málefnum barna á ýmsum vettvangi, foreldrar og unglingar.
Myndböndin eru unnin af Skjáskot ehf með styrk frá Reykjavíkurborg.
Hér fyrir neðan eru tenglar á verkefnið á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Upplýsingar um verkefnið, myndböndin og hvað foreldrar geta gert til að vera virk í skólastarfi barnanna sinna hér á síðunni: samfok.is/virkirforeldrar
Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli: Á Facebook
Virkir foreldrar: Á Instagram
Virkir foreldrar: Á Youtube
Nýlegar færslur
Yfirlýsing vegna Fossvogsskóla
Yfirlýsing frá SAMFOK vegna Fossvogsskóla SAMFOK lýsir yfir miklum áhyggjum af málefnum Fossvogsskóla. Nú er ljóst að þær viðgerðir sem farið hefur verið í dugðu ekki til að uppræta vandann og skipta þá næstu skref
Frestun á aðalfundi
Vegna aðstæðnanna sem eru í þjóðfélaginu og hafa verið síðustu mánuði hefur stjórn SAMFOK ákveðið að fresta aðalfundi samtakanna til haustsins. Mæður og feður hafa mátt hafa sig öll við síðustu vikur við að halda
Markmið SAMFOK eru:
að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska,
að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf,
að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum,
að efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni