Á döfinni
Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli
SAMFOK – samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóli – landssamtök foreldra réðust í sumar í gerð forvarnarmyndbanda í samvinnu við Rannsóknir og greiningu. Myndböndunum er ætlað að vera hvetjandi skilaboð til foreldra um mikilvægi þess að þeir séu virkir í lífi barna sinna og er vísað í rannsóknir Rannsókna og greiningar, því til stuðnings, í hverju myndbandi.
Fjölmargir aðilar lögðu okkur lið við gerð myndbandanna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Meðal þeirra sem koma fram eru Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Alma D. Möller landlæknir, Birgir Örn Guðjónsson hjá Lögreglunni, Anton Sveinn McKee tvöfaldur ólympíufari í sundi, skólastjórnendur, fólk sem starfar með börnum eða að málefnum barna á ýmsum vettvangi, foreldrar og unglingar.
Myndböndin eru unnin af Skjáskot ehf með styrk frá Reykjavíkurborg.
Hér fyrir neðan eru tenglar á verkefnið á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Upplýsingar um verkefnið, myndböndin og hvað foreldrar geta gert til að vera virk í skólastarfi barnanna sinna hér á síðunni: samfok.is/virkirforeldrar
Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli: Á Facebook
Virkir foreldrar: Á Instagram
Virkir foreldrar: Á Youtube
Nýlegar færslur
Nýtt skólaár hafið
Þá er nýtt skólaár hafið og flestar fjölskyldur komnar í rútínuna sem mörg fagna á haustin. Það verður nóg að gera hjá SAMFOK í vetur en auk hefðbundinna starfa munu ýmis forvarnarverkefni líta dagsins ljós
Ný stjórn
Aðalfundur SAMFOK var haldinn í gær, þriðjudaginn 21. maí í Húsaskóla. Ný stjórn var kosin á fundinum. Nýju stjórnina skipa: Formaður: Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður foreldrafélags Seljaskóla Áslaug Björk Eggertsdóttir, formaður foreldrafélags Vættaskóla Hrefna Björk Jóhannsdóttir,
SAMFOK (samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík) var stofnað 1983 og eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkur.
Markmið SAMFOK eru:
að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska,
að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf,
að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum,
að efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni