Aðalfundur SAMFOK var haldinn þann 22. mars s.l. Ágætis mæting var á fundinn og sköpuðust fjörlegar umræður um ýmis mál sem brunnu á fundarmönnum. Nokkur endurnýjun var í stjórn samtakanna. Guðrún Valdimarsdóttir gaf ekki kost á sér áfram sem formaður en Þorsteinn Ingi Víglundsson varaformaður, Fossvogsskóla var endurkjörinn í stjórn. Aðrir sem gengu úr stjórn voru Andrea Margeirsdóttir, Áslaug Björgvinsdóttir og Björn.

Ný stjórn SAMFOK lítur þannig út:

Formaður
Margrét Valgerður Helgadóttir, Ölduselsskóla

Aðrir stjórnarmenn:
Andres Ivanovic, Háteigsskóla
Haraldur Diego, Háaleitisskóla (Álftamýri)
Sigrún Theodórsdóttir, Laugarnesskóla
Svali Björgvinsson, Háaleitisskóla (Hvassaleiti)
Þorsteinn Ingi Víglundsson, Fossvogsskóla

Varamenn:
Birgitta Bára Hassenstein, Austurbæjarskóla
Ævar Karlsson, Breiðholtsskóla