Aðalfundur SAMFOK 2019 verður þriðjudaginn 21. maí kl. 20-21 í Húsaskóla
Hefðbundin aðalfundarstörf
- Skýrsla stjórnar
- Skýrsla áheyrnarfulltrúa í skóla- og frístundaráði
- Reikningar lagðir fram
- Árgjald ákveðið
- Kosning stjórnarmanna
- Kosning skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
Kosnir verða þrír stjórnarmenn til tveggja ára, þar af einn formaður stjórnar og tveir varamenn til eins árs. Komin eru þrjú framboð til stjórnarsetu en enn vantar tvo varamenn. Foreldrar sem hafa áhuga á að sitja í stjórn eru beðnir um að senda okkur póst á samfok@samfok.sveinng.com. Ábendingar um áhugasamt fólk eru vel þegnar. Við vekjum athygli á að hverju og einu foreldri grunnskólabarns í Reykjavík er frjálst að bjóða sig fram til stjórnarsetu í SAMFOK á aðalfundinum.
SAMFOK eru svæðasamtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Samtökin eru samstarfsvettvangur foreldrafélaga og málsvari foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. SAMFOK vinnur að sameiginlegum málefnum foreldrafélaganna, tekur þátt í stefnumótun Reykjavíkur¬borgar og gefur umsagnir um ýmis mál er varða skólamál. Áheyrnarfulltrúi foreldra í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur er valinn á vettvangi SAMFOK, en hann hefur málfrelsi og tillögurétt á ráðsfundunum. Starfsmaður SAMFOK veitir grunnskólaforeldrum og fulltrúum foreldra ráðgjöf og upplýsingar, og stendur árlega fyrir námskeiðum fyrir bekkjar¬fulltrúa, stjórnir foreldrafélaga og skólaráð.
Lög samtakanna má nálgast hér: Lög SAMFOK
Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík eru hvattir til að mæta á fundinn.