Mynd af fundargestum á aðalfundi

Aðalfundur SAMFOK verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 19.00 í Breiðholtsskóla.

 

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

  • Skýrsla stjórnar
  • Skýrsla áheyrnarfulltrúa í menntaráði
  • Reikningar lagðir fram
  • Árgjald ákveðið
  • Lagabreytingar
  • Kosning formanns
  • Kosning annarra stjórnarmanna
  • Kosning áheyrnarfulltrúa foreldra i menntaráð Reykjavíkur
  • Kosning varaáheyrnarfulltrúa foreldra í menntaráð Reykjavíkur
  • Kosning skoðunarmanna reikninga

2. Önnur mál

Það vantar þrjá nýja stjórnarmenn að þessu sinni og biðjum við áhugasama um að senda okkur póst á samfok@samfok.sveinng.com

Við vekjum athygli á að hverju og einu foreldri grunnskólabarns í Reykjavík er einnig á aðalfundinum frjálst að bjóða sig fram til stjórnarsetu í SAMFOK.

 

Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík eru hvattir til að mæta á fundinn.