Merki SAMFOK

Aðalfundur SAMFOK 2014 verður haldinn í Foldaskóla mánudaginn 12. maí kl. 19.30 -21.00.

 

Dagskrá:

1.       Ávarp varaformanns SAMFOK

Birgitta Bára Hassenstein.

2.       Páll Ólafsson félagsráðgjafi

Einn skemmtilegasti fyrirlesari landsins,  segir okkur hvað við, sem foreldrar, getum lagt af mörkum til að börnin okkar eigi ánægjulega skólagöngu og gefur góð ráð.

3.       Venjuleg aðalfundarstörf

  • Skýrsla stjórnar
  • Skýrsla áheyrnarfulltrúa í menntaráði
  • Reikningar lagðir fram
  • Árgjald ákveðið
  • Lagabreytingar
  • Kosning formanns
  • Kosning annarra stjórnarmanna
  • Kosning áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa í Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur
  • Kosning skoðunarmanna reikninga

4.   Önnur mál

 

Það vantar fjóra nýja stjórnarmenn að þessu sinni, áheyrnarfulltrúinn í SFS ráðinu skal koma úr hópi stjórnarmanna eða framkvæmdastjórnar félagsins. Við biðjum áhugasama um að senda okkur póst á samfok@samfok.sveinng.com.

Við vekjum athygli á að hverju og einu foreldri grunnskólabarns í Reykjavík er einnig á aðalfundinum frjálst að bjóða sig fram til stjórnarsetu í SAMFOK.

Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík eru hvattir til að mæta á fundinn.

Lög SAMFOK 2013

Lagabreytingatillögur