Áheyrnarfulltrúi foreldra í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur
Fulltrúi SAMFOK situr fundi hjá skóla- og frístundaráði Reykjavíkur sem áheyrnafulltrúi foreldra barna í grunnskólum Reykjavíkur.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um áheyrnarfulltrúann og hvað hann getur gert fyrir þig þá endilega hafðu samband við okkur.
Áheyrnarfulltrúinn árið 2017-18 er Birgitta Bára Hassenstein, formaður SAMFOK. Varaáheyrnarfulltrúi er Kristín Helgadóttir, varaformaður SAMFOK og formaður foreldrafélags Árbæjarskóla.
Yfirlit yfir fyrri áheyrnarfulltrúa foreldra í skóla og frístundaráði má finna hér í PDF skjali: Yfirlit yfir áheyrnarfulltrúa
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum situr í skólanefnd sveitarfélaga í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91 frá júní 2008, 6 gr. 4 mgr. Skóla- og frístundaráð fundar hálfsmánaðarlega á miðvikudögum að jafnaði frá 11.00-15.00. Áheyrnarfulltrúi foreldra er með málfrelsi og tillögurétt, en hefur ekki atkvæðisrétt. Hann getur óskað eftir að setja mál á dagskrá, komið með fyrirspurnir, lagt fram tillögur og gert bókanir.
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum í Reykjavík er valinn samkvæmt 7. gr. laga SAMFOK og starfar í samræmi við erindisbréf sem samþykkt var á aðalfundi SAMFOK árið 2015.
Hér má nálgast spurningar og svör sem tengjast fulltrúum foreldra og skólanefndum sveitarfélaganna:
Menntamálaráðuneytið – upplýsingar um skólanefndir og áheyrnarfulltrúa (ath að velja þarf skólanefndir í flipa)
Samband íslenskra sveitarfélaga – spurningar og svör af námskeiðum fyrir skólanefndir
Hér má finna þær fyrirspurnir, tillögur og bókanir sem áheyrnarfulltrúinn hefur lagt fram á árunum 2015-2017.
Uppfært 26.02.2018