Fimmtudaginn 21. nóvember standa SAMFOK og Skóla- og frístundasvið fyrir fundi fyrir foreldra grunnskólabarna frá kl. 17-19 í Langholtsskóla.  Á fundinum verður foreldravefurinn og verkefnið Vinsamlegt samfélag kynnt, farið verður yfir verkferla í eineltismálum og þjónustu við nemendur með fjölþættan vanda. Einnig verður sagt frá boðleiðum foreldra inn í stjórnkerfið, meðal annars í gegnum áheyrnarfulltrúa í skóla- og frístundaráði.

Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík eru velkomnir á fundinn, sérlega áhugavert fyrir þá sem eru virkir í foreldrastarfi. Skráning og nánari upplýsingar, samfok@samfok.sveinng.com

Mynd af fundarboði.