SAMFOK í samstarfi við Móðurmál og einstaka móðurmálsskóla á höfuðborgarsvæðinu munu standa fyrir málþingum um skólamál með fókus á erlenda foreldra. Umfjöllun á ensku á heimasíðu Móðurmáls.
Haldin verða 10 málþing á helstu tungumálunum. Erindin verða á íslensku og alltaf túlkuð. Fjallað verður um það sem einkennir skóla- og frístundastarf á Íslandi, samstarf foreldra og skóla um námið og barnahópinn, móðurmál barna og virkt fjöltyngi. Markmiðið með málþingunum er að fræða foreldra og skapa vettvang til að tala saman um skólamenningu á Íslandi og áhuga, ábyrgð og áhrif foreldra á nám og vellíðan barna sinna. Málþingin verða haldin í skólum í Reykjavík og Kópavogi um helgar á meðan móðurmálskennsla tví- og fjöltyngdra barna fer fram, í Hólabrekkuskóla, Fellaskóla og Álfhólsskóla
Tvö málþing verða haldin fyrir árámót. Málþing fyrir spænskumælandi foreldra verður haldið laugardaginn 4. nóvember í Hólabrekkuskóla og málþing fyrir pólskumælandi foreldra laugardaginn 18. nóvember í Fellaskóla. Helgi Grímsson sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar mun taka þátt í umræðum með pólskum foreldrum á málþinginu 18. nóvember.
Helstu samstarfsaðilar okkar auk móðurmálskólanna eru W.O.M.E.N., samtök kvenna af erlendum uppruna, Heimili og skóli – landssamtök foreldra og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þróunarsjóður Innflytjenda – Velferðarráðuneytið, Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar og Forvarnarsjóður Reykjavíkurborgar eru helstu styrktaraðilar verkefnisins.
Allir skólaforeldrar á höfuðborgarsvæðinu eru velkomnir, ókeypis aðgangur .
Hér má nálgast yfirlit yfir dagskrána. ( heildarplakat á íslensku)
Allt kynningarefni, verður sett hér inn þegar það er klárt.
Laugardaginn 4. nóvember kl. kl. 11.15 – 13.45 í Hólabrekkuskóla
Málþing fyrir spænskumælandi foreldra
Laugardaginn 18. nóv kl. kl. 9.30 – 12.00 í Fellaskóla
Málþing fyrir pólskumælandi foreldra
Laugardaginn 20. jan. kl. 12.30 – 15.00 í Fellaskóla
Málþing fyrir litháískumælandi foreldra
Laugardaginn 27. janúar kl. kl. 12.00 – 14.30 í Hólabrekkuskóla
Málþing fyrir filippseyskumælandi foreldra
Sunnudaginn 11. febrúar kl. 13.15 – 15.45 í Álfhólsskóla
Málþing fyrir víetnömskumælandi foreldra
Laugardaginn 24. febrúar kl. kl. 10.30 – 13.00 á Leikskólanum Ösp
Málþing fyrir rússneskumælandi foreldrara / úkraínskumælandi foreldra
Sunnudaginn 4. mars kl. 13.15 – 15.45 í Álfhólsskóla
Málþing fyrir tælenskumælandi foreldra
Laugardaginn 17. mars kl. kl. 11.15 – 13.45 í Hólabrekkuskóla
Málþing fyrir portúgölskumælandi foreldra
Laugardaginn 7. apríl kl. kl. 15.00 – 17.30 í Skógarhlíð 20
Málþing fyrir arabískumælandi foreldra
Laugardaginn 14. apríl kl. kl. 10.30 – 13.00 í Fellaskóla
Málþing fyrir enskumælandi foreldra