Í dag sendi fulltrúaráð Heimils og skóla eftirfarandi áskorun til Menntamálaráðherra og forstjóra Menntamálastofnunar vegna samræmdra prófa. En fulltrúaráð Heimili og skóla skipa formenn svæðasamtaka foreldra um allt land. 

 

Efni: Áskorun vegna samræmdra prófa

Nýleg breyting á reglugerð sem heimilar framhaldsskólum að taka mið af einkunnum á samræmdum prófum við inntöku í skólana stríðir gegn yfirlýstum markmiðum samræmdra prófa sem er fyrst og fremst að skoða stöðu einstaklingsins á tilteknum tímapunkti með það fyrir augum að hann geti bætt námsárangur sinn og einnig að veita upplýsingar um hvernig einstakir skólar og skólakerfið í heild stendur í þeim náms­greinum og námsþáttum sem prófað er úr.

Við undirrituð skorum á yfirvöld menntamála að afnema heimild til að nota einkunnir úr samræmdum prófum við inntöku í framhaldsskóla. Við teljum að komið hafi verið aftan að nemendum með þessari breytingu og að hætta sé á að skólastarf fari í of miklum mæli að snúast um árangur í þeim fögum sem prófað er úr í samræmdum prófum.  Við teljum einnig að framhaldsskólarnir eigi, í samræmi við fullyrðingar sínar þar um, að vera þess fullfærir að meta nemendur út frá hæfnimiðuðum lokaeinkunnum þeirra úr grunnskóla.

 

Fulltrúaráð Heimilis og skóla

Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður Heimilis og skóla og Fjarðarforeldra

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, formaður FFGÍR í Reykjanesbæ

Arnar Björnsson, formaður SAMKÓP í Kópavogi

Birgitta Bára Hassenstein, formaður SAMFOK í Reykjavík

Halldór Karlsson, formaður SAMTAKA á Akureyri

Inga Dóra Ragnarsdóttir, formaður SAMBORGAR í Árborg

Þröstur Emilsson, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar

 

Á PDF formi: Áskorun fulltrúaráðs H&S um samræmd próf