Mynd af hesti samansettum úr llitríkum stöfum og trélitum

SAMFOK hefur sent menntamálaráðherra og Menntamálastofnun áskorun um að fresta innleiðingu nýs námsmatsvið lok grunnskóla í vor. SAMFOK telur ekki ásættanlegt að meirihluti nemenda sé ekki upplýstur um það í upphafi skólaárs á síðasta ári sínu í grunnskóla hvernig námsmati verður háttað en langflestir skólar í Reykjavík hafa ekki lokið við eða kynnt útfærslu sína á námsmatinu fyrir nemendum og foreldrum þótt skólaárið sé að verða hálfnað.

Þessi staða er óásættanleg gagnvart nemendum og foreldrum, alveg óháð þeirri miklu vinnu sem starfsmenn margra skóla hafa lagt á sig. En sumir kennarar hafa einmitt bent á það sem rök fyrir því að halda ótrauð áfram. En það verður hins vegar að gera þá kröfu að kerfið hafa hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi, ekki bara þeirra nemenda sem eru svo heppnir að vera í skólum þar sem vel hefur verið að þessu staðið. SAMFOK er ekki að setja út á námsmatið sjálft, heldur hvernig hefur tekist til við innleiðinguna.

Áskorunina má sjá hér: Áskorun vegna nýs námsmats til MMS og MMR

Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur og skóla- og frístundaráði var einnig send áskorun um að óska eftir frestun. Sjá hér: Áskorun vegna nýs námsmats til SFS