Vinsælu bekkjarfulltrúanámskeiðin okkar eru komin af stað og er um að gera að senda póst og bóka námskeið sem fyrst. Það þarf þó ekkert að örvænta, námskeiðin eru í boði í allan vetur.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um foreldrastarfið og til hvers við erum að standa í því, farið í hlutverk bekkjarfulltrúa, hugmyndir fyrir veturinn og hvernig við náum fólki með okkur. Frábært hvatning inn í veturinn.
Bókið námskeið með því að senda tölvupóst.