Hugmyndir fyrir bekkjarfulltrúa

Bekkjarkvöld í skólanum

Athugið að bekkjarkvöldin þurfa alls ekki að kosta nokkuð eða mikið.

  • Bingó. Foreldrar sameinast um að redda smávægilegum vinningum, þurfa ekki að vera merkilegir.
  • Spilakvöld. Bæði er hægt að nýta spil sem eru til í skólanum eða börnin koma með sín uppáhalds spil.
  • Spilakvöld með Spilavinum. Þá þarf að hafa þátttökugjald. Hugsanlega hægt að fá styrk frá foreldrafélaginu. Nánari upplýsingar hér: Spilavinir
  • Diskótek.
  • Vasaljósapartý. Sérstaklega skemmtilegt þegar mesta myrkrið er skollið á. Bekkurinn hittist í skólanum með vasaljós og flakkar um.
  • Feluleikur. Mjög fjörugt þegar hægt er að fela sig í heilum skóla. Mætti sameina með vasaljósapartýinu.
  • Hæfileikakeppni. Margar hugmyndir að útfærslum. Foreldrar og börn keppa saman. Foreldar keppa og börn dæma.
  • Hittast með fjarstýrða bíla og keyra um skólann. Búa til akgreinar með málningarlímbandi.
  • Hittast úti á skólalóð og fara í leiki. Einhver tekur að sér að stjórna leikjunum. Hugmyndir að ýmsum leikjum má finna hér á þessum síðum: LeikjavefurinnLeikjahandbók ÍTR.

Bekkjarkvöld úti

Fleiri hugmyndir

  • Bíó
  • Keila
  • Skautar