Skrifstofa SAMFOK er nú aftur opin eftir sumarfrí. Opnunartími næstu vikna er alla daga kl. 9-12 og eftir samkomulagi. Endilega hafið samband með því að senda okkur tölvupóst og við finnum tíma. Næstu vikur hjá samtökunum munu mikið til fara í tiltekt enda er stefnt á að skila öllum okkar skjölum til Borgarskjalasafns á næstu vikum. Starfsmanneskjan okkur verður því á svæðinu flesta daga. Það er þó alltaf öruggast að hringja eða senda tölvupóst enda alltaf eitthvað um fundi og snatt hingað og þangað um bæinn.