Ljósmynd af fundargestum

Að venju er ýmislegt um að vera hjá SAMFOK nú á haustdögum. Hér er yfirlit yfir næstu atburði. Við viljum vekja sérstaka athygli á námskeiðum fyrir bekkjarfulltrúa og stjórnir foreldrafélaga og fræðslu fyrir foreldra sem sitja í skólaráðum. Munið að skrá ykkur tímanlega

30. október – Virkir feður , fundur fyrir áhugasama feður sem eru virkir í foreldrastarfi kl. 17.30. Allir velkomnir.
31. október – Foreldradagur Heimilis og skóla kl. (sjá upplýsingar og skráningu á www.heimiliogskoli.is)
6. nóvember – Samráðsfundur og fræðsla fyrir fulltrúa foreldra í skólaráði kl.20
12. nóvember – Bekkjarfulltrúanámskeið, opið fyrir fulltrúa úr öllum skólum, kl. 20
20. nóvember – Námskeið fyrir stjórnir foreldrafélaga kl. 20

Skráning á samfok@samfok.sveinng.com í síðasta lagi daginn fyrir hvern viðburð. Námskeið SAMFOK eru öll haldin í húsnæði okkar að Háaleitisbraut 13, í fundarsal á 4.hæð.