Það er alltaf nauðsynlegt að minna á mikilvægi endurskinsmerkja og við hvetjum foreldra til að fara yfir þau mál þessa dagana. Nú er farið að dimma og í rigningunni er erfitt að sjá dökklædda krakka sem eru ekki með endurskinsmerki. Í mörgum tilfellum eru skólatöskur með endurskinsmerkjum en það er ekki nóg nema bara í og úr skóla. Þegar börnin eru ekki með skólatöskurnar á sér þurfa þau að hafa endurskinsmerki á fötunum sínum.
Endurskinsmerki er hægt að fá í apótekum og á fleiri stöðum.
Hér má sjá muninn á því hversu fljótt manneskja með endurskinsmerki sést og svo manneskja með ekkert endurskinsmerki.