Mynd af tveimur börnum í hjólastól inni í íþróttahúsi

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í dag nýja og endurskoðaða stefnu um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum borgarinnar.

Í stefnunni er lögð áhersla á þróun ólíkra námsleiða þannig að allir nemendur með margvíslega getu, áhuga og námsþarfir nái sínum besta mögulega námsárangri. Jafnframt að markviss og fjölbreyttur stuðningur sé grundvöllur þess að allir nemendur í margbreytilegum nemendahópi fái notið sín í námi og félagslífi. Áhersla er lögð á að efla samstarf sérskóla, sérdeilda og almennra grunnskóla, gagnkvæm tengsl nemenda og starfsfólks og skapa samstarfsvettvang sérfræðiþjónustu skóla og ráðgjafarþjónustu sérskóla með því að stofna til Miðlunartorgs þekkingar.

Hugmyndafræði stefnunnar byggir á alþjóða sáttmálum um réttindi barna og fatlaðra sem Ísland á aðild að, réttindabaráttu fatlaðs fólks og íslenskum menntalögum. Stefnuna má sjá hér. (Tengill á síðu borgarinnar virkar ekki lengur).