Sigríður Björk, framkvæmdastjóri SAMFOK, var í gærkvöldi með örerindi á fræðslukvöldi hjá Fróðum foreldrum um hvaða bjargir foreldrar hafa til að standa saman þegar kemur að forvörnum.

Fundinum var streymt beint á Facebook og er hægt að horfa á upptöku frá fundinum hér á Facebook-síðu Fróðra foreldra: Fræðið okkur, ekki hræða.

Um Fróða foreldra (tekið af Facebook):
„Fróðir foreldrar er samstarfshópur foreldra, frístundamiðstöðvar, þjónustumiðstöðvar og íþróttafélaga í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ um uppeldi, forvarnir og fræðslu. Markmið hópsins er að veita uppalendum hagnýtar upplýsingar.“

Fræðsluviðburðunum þeirra er streymt á Facebook og við hvetjum ykkur til að fylgjast með þeim.