Mynd af hesti samansettum úr llitríkum stöfum og trélitum

Hér má finna upptökur frá fundinum Ertu klár? sem SAMFOK stóð fyrir í nóvember s.l. Við hvetjum þá sem ekki gátu sótt fundinn til að horfa á upptökurnar og kynna sér stöðuna í sínum skólum. Fundargestir, jafnt foreldrar og nemendur töldu sig margs vísari eftir líflegan og fræðandi fund.

Markmið SAMFOK með fundinum að koma á sameiginlegum vettvangi fyrir upplýsta umræðu um þetta mikilvæga mál. SAMFOK vonast til þess að skólafólk og aðrir áhugasamir um innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og nýs námsmats geti nýtt sér þessi myndbönd, notað þau t.d. sem sem kveikjur til umræðu og fræðslu um nýtt námsmat með nemendum í unglingadeildum grunnskólanna.

Hér er dagskrá fundarins, fundarstjóri var Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands.

Ávarp Birgittu Báru Hassenstein, formanns SAMFOK.

Erindi Gylfa Jóns Gylfasonar, sviðsstjóra matssviðs Menntamálastofnunar.

Erindi Jóns Péturs Zimsen, skólastjóra Réttarholtsskóla

Erindi Brynju Sveinsdóttur og Snorra Sigurðarsonar, nemenda í Ingunnarskóla

Umræður
Við biðjumst velvirðingar á því að það vantar aftan á umræðurnar en unnið er að því að bæta úr því.

Hér á heimasíðu Heimilis og skóla má nálgast upplýsingar fyrir foreldra um nýja aðalnámskrá og nýtt námsmat.

Hér má finna spurningar og svör um námsmat á heimasíðu Menntamálastofnunar og hér eru upplýsingar um einkunnagjöfina, hæfniviðmiðin og matsviðmiðin.

 

Uppfært 2018.
Hér má finna allar upptökurnar á einum stað: Ertu klár?