Merki W.O.M.E.N., Móðurmáls og SAMFOK, öll hlið við hlið.

Næstkomandi fimmtudag 21. janúar stendur SAMFOK fyrir umræðu- og fræðslufundi um foreldrasamstarf og fjölmenningu.

SAMFOK hlaut í haust styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála og Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að halda 6 námskeið fyrir foreldra af erlendum uppruna á helstu tungumálunum. Verkefnið hafði áður fengið styrk Velferðarsviði borgarinnar (Forvarnarsjóði). Námskeiðin verða haldin haustið 2016 og verða unnin í nánu samstarfi við grasrótarfélög innflytjenda, m.a. Móðurmál og W.O.M.E.N. Þau munu fjalla um mikilvægi góðs samstarfs skóla og foreldra um nám og velferð barna, ábyrgð, áhuga og áhrif grunnskólaforeldra.

Fundurinn “Foreldrasamstarf og fjölmenning” fimmtudaginn 21. janúar er liður í undirbúningi þessa stóra samstarfsverkefnis. Markmiðið með fundinum er að setja fókus á foreldrasamstarf og fjölmenningu og skapa vettvang fyrir samstarfsaðila og aðra áhugasama um málefnið til að hittast og ræða saman.

Það væri reglulega ánægjulegt að sjá sem flesta formenn og skólaráðsfulltrúa.

Hér er boðsbréf á umræðu- og fræðslufund hjá SAMFOK í næstu viku fimmtudaginn 21. janúar


Foreldrasamstarf og fjölmenning, dagskrá: 

  • Formaður SAMFOK kynnir verkefnið “Allir með, um nám og velferð barnanna okkar”
  • Örstutt kynning á samtökunum SAMFOK, Móðurmál og W.O.M.E.N.
  • “Heimurinn er hér” stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf (Fríða B. Jónsdóttir verkefnastjóri)
  • Samstarf foreldra og skóla, áskoranir og tækifæri (Hólmfríður Guðjónsdóttir skólastjóri Hólabrekkuskóla og Sigríður Einarsdóttir formaður foreldrafélags Hólabrekkuskóla)
  • Sjónarhorn nemenda (Aurora Erika Luciano, nemandi í 10. bekk og Daniel Alex Davíðsson, nemandi í 9. bekk )
  • Umræður

Boðið verður upp á kaffi og hressingu.