Upptökur frá fræðslufyrirlestrum Foreldraþorpsins

 

Foreldraþorpið er samstarfsvettvangur átta grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi Reykjavíkurborgar. Þessir skólar eru: BreiðagerðisskóliFossvogsskóliHáaleitisskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugarnesskóli, Réttarholtsskóli og Vogaskóli.

Foreldraþorpið hóf starfsemi sína 2017. Í því sitja einn til tveir fulltrúar sem kjörnir eru af foreldrafélögum hvers skóla sem miðla þarna sín á milli þekkingu og reynslu. Foreldraþorpið á fulltrúa í Forvarnar- og heilsuteymi ÞLHB.
Forvarnir og lýðheilsumál eru helstu verkefni hópsins og hefur hann staðið fyrir stórum, sameiginlegum fræðslufundum fyrir foreldra, sent ályktanir og hvatningar til opinberra stofnanna og aðila sem koma að forvörnum barna og unglinga.
Tengiliður Foreldraþorpsins við Reykjavíkurborg er Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri lýðheilsumála í þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða.

Hér að neðan er að finna upptökur frá nokkrum fyrirlestrum sem Foreldraþorpið hefur staðið fyrir.

 

 

Byrgjum brunninn – foreldrar og forvarnir

7. nóvember 2018

„Hvernig endaði ég hér?“ Reynslusaga drengs úr fótbolta í fíkniefni. Orri Einarsson

Koma svo: Félagsmiðstöðin, foreldrasamfélagið og unglingurinn. Hildur Þóra Sigurðardóttir frá Þróttheimum.

Verum vakandi. Bryndís Jónsdóttir frá Heimili og skóla.

 

 

Eflum börnin okkar

24. apríl 2018
Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir hjá Út fyrir kassann fjalla um eflingu sjálfsmyndar og hvernig við getum haft jákvæð áhrif á árangur barnanna okkar.

 

 

Kveðjum kvíðann

11. október 2017

Einkenni kvíða – greining og úrræði, Ólöf Edda Guðjónsdóttir, sálfræðingur í ÞLH.

„Róa sig“ – Rödd ungs fólks. Hvað segja unglingarnir um kvíða? Jafningjafræðsla Hins hússins.

Ávallt viðbúin – fyrir börn í vanda! Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Háaleitisskóla.

Rannsóknir og rætur vandans. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.

Hvað getum við gert sem samfélag? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri hjá Embætti Landlæknis og foreldri í hverfinu.

Pallborð.

 

 

Snjalltækjanotkun barna – Hver er staðan og hvert stefnum við?

3. maí 2017

Samstarf skóla og skólaforeldra um uppeldi og menntun? Hvernig getum við sameinast um að setja reglur um notkun snjallsíma á skólatíma, Nanna Kristín Christiansen verkefnastjóri SFS

Tölvu – og snjalltækjanotkun barna og unglinga, Björn Hjálmarsson læknir á BUGL.

Hollráð til foreldra, Hulda Björk Finnsdóttir unglingaráðgjafi ÞLH.

Snjalltækjanotkun á skólatíma Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla.

Nærvera í nýjum heimi Matti Ósvald Stefánsson foreldri og markþjálfi.

Örugg netnotkun Skilaboð til foreldra – SAFT.is, Bryndís Jónsdóttir frá Heimili og skóla.

Samantekt og niðurstaða fundarins Ilmur Kristjánsdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

Fundarstjóri: Helga Margrét Guðmundsdóttir.

 

Uppfært 11.09.2019