Tvö ný fræðslumyndbönd SAMFOK  hafa verið gerð öllum aðgengileg á heimasíðu SAMFOK, undir myndbönd SAMFOK.  Myndböndin eru “Hvað er skólaráð ?” og “Hvað er nemendafélag ?”

Miklar breytingar urðu í lýðræðisátt á aðkomu nemenda og foreldra að skólastarfinu með nýjum grunnskólalögum árið 2008 og er myndböndunum ætlað að skerpa á helstu atriðum. Þau eru hugsuð fyrir aðila skólasamfélagsins og þá sem koma að starfi og rekstri grunnskólanna. Um er að ræða hreyfimyndir sem fræða áhorfandann um helsta hlutverk og ábyrgð þeirra sem sitja í skólaráði og stjórnum nemendafélaga. Fræðslan er sett fram á aðgengilegan og einfaldan máta með léttu ívafi.

Samstarfið um gerð myndbandanna var einkar gagnlegt og ánægjulegt enda mikilvægt að fjalla um hagsmuni, réttindi og skyldur barna og foreldra í skólastarfinu samhliða. Við gerð myndbandanna var litið til ákvæða grunnskólalaga sem gilda um nemendafélög, laga og reglugerðar um skólaráð og síðast en ekki síst Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Samskonar fræðslumyndband fyrir lögbundin foreldrafélög í grunnskólum verður tilbúið næsta sumar.

Fræðsluefnið er  samstarfsverkefni SAMFOK, Umboðsmann barna, Heimilis og skóla og Hreyfimyndagerðarinnar Freyju Filmworks.

Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga styrktu myndbandagerðina.

 

Skjáskot úr myndbandinu Hvað er nemendafélag?

Skjáskot úr myndbandinu Hvað er skólaráð?