Vegna aðstæðnanna sem eru í þjóðfélaginu og hafa verið síðustu mánuði hefur stjórn SAMFOK ákveðið að fresta aðalfundi samtakanna til haustsins.

Mæður og feður hafa mátt hafa sig öll við síðustu vikur við að halda öllum boltum á lofti, vinnu að heima í mörgum tilfellum eða undir miklu álagi í framlínustörfum, heimakennslu, barnauppeldi og daglegu lífi í kringum þetta allt. Fjölmörg eru í óvissu um störf sín og óvissa því mikil á mörgum heimilum. SAMFOK eru foreldrasamtök sem byggja að miklu leyti á virkni baklandsins sem hefur eðlilega verið lítil upp á síðstakstið. Í ljósi þessa var talið skynsamlegt að fresta fundi til haustsins og hafa þá aðalfund og fulltrúaráðsfund og ræða skólastarf eftir Covid-19 og hvernig skólakerfið mun taka við nemendum eftir erfiða vorönn.