Kennarafélag Reykjavíkur og SAMFOK standa saman að opnum fundi ,fimmtudaginn 20. mars kl. 20,  með frambjóðendum til að ræða sýn þeirra í skólamálum í borginni. Fundurinn verður í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík.

Dagskrá:

Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, Birgitta Bára Hassenstein varaformaður SAMFOK og eftirfarandi fulltrúar stjórnmálaflokkanna flytja stutt erindi:
Kjartan Magnússon Sjálfstæðisflokki
Skúli Helgason – Samfylkingunni
Líf Magneudóttir – VG
Óskar Bergsson – Framsókn
Ása Lind Finnbogadóttir – Dögun
Ragnar Hansson – Björt Framtíð

Að því loknu verða pallborðsumræður og eru foreldra hvattir til að taka virkan þátt í þeim.