Hér er ætlunin að taka saman gagnlegar upplýsingar og tengla til dæmis með afþreyingu og námsaðstoð sem foreldrar geta nýtt sér á meðan skólastarf er skert eða fjölskyldan er í sóttkví.

Við þiggjum allar ábendingar um skemmtilegt efni í tölvupósti.

Hreyfing:

fitbody365.is ætlar að deila á Facebook ýmsum upplýsingum um hreyfingu og hollan lífstíl næstu vikurnar.

Guðni þjálfari er með upplýsingar á Facebook og einnig með útiæfingar.

Fjölbreyttar leiðir til að fá auka æfingu út úr daglegum hreyfingum. 57 Ways to Get More Physical Practice in Your Day

Dans Brynju Péturs er með kennslu á Instagram: Dans Brynju Péturs

Leikfimi með Joe. Joe er leikfimikennari og hann er með nýtt myndband á hverjum degi með leikfimiæfingum fyrir alla fjölskylduna: P.E with Joe

Jógahús Pálínu er með hóp á Facebook þar sem eru jógaæfingar fyrir börn á hverjum degi kl. 11: Jógahús Pálínu

Þetta er skemmtilegt framtak. Hægt að skrá inn vegalengd sem er gengin eða hlaupin og sjá hversu langt við komumst í kringum hnöttinn: Hlaupum kringum hnöttinn

Svo eru mörg íþróttafélög með æfingar fyrir þau sem eru að æfa hjá þeim. Við hvetjum ykkur til að skoða hvað félög barnanna ykkar eru að gera á netinu.

 

Nám og börn:

Í verkfærakistu menntastefnu Reykjavíkurborgar er að finna fjölbreytt efni sem foreldrar geta nýtt sér. Verkfærakista

Á fræðslugátt Menntamálastofnunar er námsefni og bjargir sem nýtast til stuðnings við heimanám. Efninu er skipt upp eftir aldri: Fræðslugátt

Vefsíða um upplýsingatækni í leikskólum: Upplýsingatækni og yngstu börnin

Sófadýr er síða sem nokkrir foreldrar settu saman með ýmsum tenglum í námsaðstoð: tutti.is

 

Nám fyrir fullorðna:

Fjöldi erlendra háskóla bjóða upp á frí námskeið á netinu. Hér er listi yfir 600 slík námskeið: 190 universities just launched 600 free online courses. Here’s the full list.

Yale háskólinn er með námskeið á netinu um hamingju og vellíðan: The Science of Well-Being

 

Ýmislegt:

Á vef RÚV er að finna mikið af efni fyrir börn á öllum aldri, Krakkarúv er fyrir yngri börn og  RÚV Núll er fyrir unglinga. Á Facebook-síðu Krakkarúv er líka ýmislegt skemmtilegt í gangi. M.a. hægt að senda inn myndbönd um hvað krakkarnir eru að bralla á daginn.

Ráð um fjarvinnu með börn: Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp!

Margir hafa útbúið ýmiskonar bingó með hugmyndum um hvað hægt er að gera. Á vefnum kommastrik.is: Virknibingó, Daðey Arnborg Sigþórsdóttir útbjó Verkfallsbingó, Hildigunnur Kristinsdóttir útbjó bingó.

Foreldrar í Laugarneshverfi tóku saman ýmsar hugmyndir um afþreyingu: Hugmyndavefur fjölskyldunnar – Innihaldsríkt fjölskyldulíf á tímum samkomubanns og sóttkvíar

Sögur útgáfa hefur gert fimm barnabækur aðgengilegar frítt á netinu. Lesum saman

Foreldrar þurfa líka frí þegar börnin eru heima nánast alla daga. Ævar Vísindamaður og Gunnar Helgason eru með upplestur á Facebook sem er um að gera að nýta sér og fá sér kaffi í ró og næði á meðan.

Saga fyrir börn sem útskýrir Covid-19 á mörgum tungumálum: #COVIBOOK – Supporting and reassuring children around the world og á íslensku: Veirubókin fyrir íslensk börn

Verum vakandi gagnvart vísbendingum um heimilisofbeldi: COVID 19 skapar hættu fyrir brotaþola heimilisofbeldis