SAMFOK vekur athygli á gátlista til leiðbeiningar við gerð eineltisáætlana á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Listanum er ætlað að samræma áætlun um forvarnir, inngrip og eftirfylgd í eineltismálum í öllum hverfum borgarinnar. Gátlistinn var unninn í víðtæku samráði starfsfólks skóla- og frístundasviðs, fulltrúa foreldra og þjónustumiðstöðva. Við hvetjum foreldra til að kynna sér eineltisáætlanir í sínum skólum.
Gátlistann má finna hér á vef borgarinnar.