Mánudaginn 15. maí tók framkvæmdastjóri og formaður  SAMFOK á móti 15 skólastjórnendum frá Tékklandi. Við kynntum fyrir þeim starfsemi hússins, en á Háaleitisbraut starfa frjáls félagasamtök sem öll vinna að málefnum barna og fjölskyldna.  Við  sögðum þeim frá starfsemi og sögu SAMFOK, uppbyggingu og helstu verkefni samtakanna. Fjölluðum um foreldrasamstarf í grunnskólum, rödd nemenda í íslensku skólastarfi, skóla án aðgreiningar og íslenska módelið – árangur íslendinga í forvarnarmálum – samtakamátt foreldra og allra þeirra sem koma að velferð og menntun barna.

 

Mynd af skjávarpatjaldi með glæru

Ljósmynd af fundargestum

Sigríður Björk að fllytja erindi

Fundargestir

Fundargestir