SAMFOK vill hvetja foreldra yngstu barnanna, einkum þeirra sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta sinn, til að ganga með börnum sínum í skólann fyrstu dagana. Mikilvægt er að sýna þeim heppilegustu leiðina og benda þeim á hvaða hættur ber að varast.  Þess utan er hressandi morgunganga holl og góð fyrir alla í fjölskyldunni og stuðlar að auknu öryggi skólabarna með því að minnka umferð í kringum skólana.