Á þriðjudaginn hlutu SAMFOK og Móðurmál – samtök um tvítyngi Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla fyrir verkefnið Allir með – tölum saman um skólamenningu á Íslandi.

Við þökkum kærlega fyrir þessa viðurkenningu og erum mjög þakklát fyrir athyglina sem verkefnið hefur hlotið. Enn er verið að vinna úr niðurstöðunum og munu þær birtast með formlegum hætti með haustinu. Fyrstu niðurstöður segja okkur þó mjög skýrt að bæta þarf íslenskukennslu sem annað mál.

Allar upplýsingar frá málþingunum, eins og glærur og upptökur, má finna hér á vefnum okkar: Allir með.

Þessu efni má deila til allra sem gætu haft gagn af.