Mynd úr jóladagatali Samanhópsins

SAMFOK tekur þátt í forvarnarstarfi meðal annars með því að eiga fulltrúa í Samanhópnum. Samanhópurinn hefur nú farið af stað með jákvæða herferð fyrir jólin til að stuðla að samveru fjölskyldunnar. Á heimasíðu Samanhópsins er að finna jóladagatal þar sem fram koma áhugaverðar tillögur að notalegum samverustundum fyrir fjölskylduna. Við hvetjum fjölskyldur til að smella á dagatalið á hverjum degi og nota þannig tækifærið til að gera markvisst eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni á aðventunni og fram að áramótum.

Markmið Samanhópsins eru m.a. að styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu, beina athygli foreldra að ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og hvetja til jákvæðra samskipta og samvista fjölskyldunnar. Auk þess að vinna gegn áhættuhegðun barna og unglinga með því að styðja við heilbrigðan lífsstíl og styrkja sjálfsmynd þeirra.