Það hefur löngum viljað loða við skólastarf, a.m.k. á síðustu áratugum, að þar eru konur í meirihluta, bæði starfsmenn og fulltrúar foreldra í skólastarfi. Okkur hjá SAMFOK þótti því tíðindum sæta þegar við áttuðum okkur á því að stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla er eingöngu skipuð karlmönnum og fulltrúar foreldra í skólaráði eru einnig karlkyns. Til gamans má svo geta þess að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri eru karlar og jafnvel meirihluti nemendaráðs eru strákar. Merkileg tilviljun og vonandi góð hvatning til feðra um að þeir eigi fullt erindi í foreldrastarf í skólum barna sinna ?
Karlaveldi í Laugalækjarskóla – pabbar eru líka flottir í foreldrastarfi
Sirrý2018-03-13T23:24:10+00:00