Mynd af hesti samansettum úr llitríkum stöfum og trélitum

SAMFOK sendi formönnum foreldrafélaga í 24 skólum með 10. bekk könnun um stöðuna á innleiðingu og útfærslu skólans á nýju námsmati. Svör komu frá 17 skólum eða um 70% svarhlutfall. Könnunin var lögð fyrir í desember og janúar. Helstu niðurstöður eru þær að útfærsla á námsmatinu lá ekki fyrir í upphafi skólaárs í allflestum skólum og gerir ekki enn. Kynning á námsmatinu er afar takmörkuð og litlar upplýsingar að finna á heimasíðum skólanna.

Könnun SAMFOK vegna innleiðingar á nýju námsmati 2015-2016