Í síðustu viku sendi SAMFOK inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis um samræmd próf til að knýja á um að réttur foreldra og nemenda verði virtur og reglugerð um fyrirlögn og framkvæmd samræmdra prófa verði endurskoðuð.
Kvörtunin er gerð í kjölfar greinagerðar fulltrúa foreldra síðastliðið vor til allsherjarnefndar Alþingis um samræmd próf ( Greinagerð til Mrn um samræmd próf) og erindis SAMFOK til ráðherra 29. maí 2017 (Erindi til Mrn. Réttur til að skoða metin verkefni). Enn hefur ekki borist svar frá Mennamálaráðherra vegna erindisins.