Mynd af logandi kerti

Marín Rós Tumadóttir, stjórnarkona í SAMFOK, lést mánudaginn 28. mars s.l. Við hjá SAMFOK kynntumst henni fyrst sem formanni foreldrafélagsins í Vogaskóla þar sem hún starfaði að málefnum foreldra og nemenda af miklum myndarskap. Marín Rós var kjörin í stjórn SAMFOK á aðalfundi samtakanna vorið 2015 og fengum við þar góðan liðsmann sem verður sárt saknað. Við viljum votta sonum hennar, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum einlæga samúð okkar. Blessuð sé minning Marínar Rósar.

Birgitta Bára Hassenstein, formaður SAMFOK
Sigríður Björk Einarsdóttir, varaformaður SAMFOK
Guðlaug Karlsdóttir, meðstjórnandi
Kristín Helgadóttir, meðstjórnandi
Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK