9. maí síðastliðinn var haldið upp á 35 ára afmæli SAMFOK og á sama tíma fögnuðum við lokum málþinganna Allir með – tölum saman um skólamenningu á Íslandi. Veislan tókst vel og við þökkum öllum þeim sem komu og glöddust með okkur.
Birgitta Bára, formaður SAMFOK, var með stutt erindi og síðan var Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, með erindi. Renata Emilsson Pesková, formaður Móðurmáls og Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, kynntu síðan málþingin Allir með og fyrstu niðurstöðurnar frá þeim.
Skólastjórum móðurmálshópanna sem tóku þátt í málþingunum með okkur var veitt þakkarskjal og rós fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Við erum óendanlega þakklát fyrir alla samvinnuna og samstarfið. Það eru forréttindi að hafa fengið að vinna með öllu þessu frábæra fólki.