Ert þú bekkjarfulltrúi eða situr þú í stjórn foreldrafélags? Viltu vita meira um hlutverk þitt og fá hagnýtar leiðbeiningar sem gagnast þér í starfinu?
Við bjóðum upp á eftirfarandi námskeið í október.
Námskeið fyrir bekkjarfulltrúa
Námskeiðið verður að Háaleitisbraut 13 mánudaginn 3. október kl. 20-21.30. Fjallað verður um hlutverk bekkjarfulltrúa og bent á hugmyndir og hagnýtar leiðir til að skipuleggja starfið og virkja aðra foreldra. Reynslusögur. Skráning þarf að berast í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 30. september. Vinsamlegast sendið póst á samfok@samfok.sveinng.com tilgreinið fjölda þátttakenda, nöfn og netföng. Áskilinn er réttur til að fella námskeiðið niður náist ekki næg þátttaka.
Námskeið fyrir stjórnir foreldrafélaga
Námskeiðið verður haldið að Háaleitisbraut 13, miðvikudaginn 12.október kl. 20-21.30 Meðal annars verður fjallað um hlutverk foreldrafélaga, skipulag og uppbyggingu foreldrastarfsins og bent á hagnýtar leiðir til að virkja aðra foreldra. Gott tækifæri til að hittast, spjalla og læra hvert af öðru. Skráning þarf að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 5.október. Vinsamlegast sendið póst á samfok@samfok.sveinng.com tilgreinið fjölda þátttakenda, nöfn og netföng. Áskilinn er réttur til að fella námskeiðið niður náist ekki næg þátttaka.