Mynd af fundargestum á aðalfundi

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20 verður haldið námskeið fyrir stjórnarmenn í foreldrafélögum í grunnskólum Reykjavíkur. Farið verður yfir lögbundið hlutverk foreldrafélaga og einnig settar fram hugmyndir um starfshætti/skipulag foreldrastarfs í grunnskólum svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er gagnlegt hvort sem stjórnarmenn mæta einir eða öll stjórnin saman. Skráning á samfok@samfok.sveinng.com. Námskeiðið er haldið að Háaleitisbraut 13.