Samkvæmt 9. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa foreldrafélag við alla grunnskóla. En hvað þýðir það? Hvað fylgir því að sitja í stjórn foreldrafélags.
SAMFOK býður upp á námskeið fyrir foreldrafélög þar sem farið er í tilgang foreldrafélaganna og hlutverk þeirra og gefin góð ráð um hvernig við höldum úti öflugu foreldrastarfi.