Aðalfundur SAMFOK var haldinn 23. maí í Foldaskóla.
Ný stjórn var kosin á fundinum og eru eftirtaldar í stjórn.
Guðlaug Karlsdóttir, fulltrúi foreldra í skólaráði Foldaskóla
Maria Sastre, foreldrafélagi Hólabrekkuskóla
Áslaug Björk Eggertsdóttir, formaður foreldrafélags Vættaskóla
Hrefna Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi foreldra í skólaráði Húsaskóla
Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélags Laugalækjaskóla.
Guðlaug og Maria halda áfram en Áslaug, Hrefna og Þórunn koma nýjar inn. Þórunn hefur reyndar áður verið í stjórn SAMFOK, en hún sat í stjórn 2010-2011.
Við bjóðum þær allar velkomnar til starfa og hlökkum til að starfa með þeim í vetur.