Aðalfundur SAMFOK 2017 var haldin í Fellaskóla í kvöld. Fundurinn fór vel fram.  Nýja stjórn SAMFOK 2017-18 skipa:

  • Birgitta Bára Hassenstein (foreldri í Austurbæjarskóla) formaður
  • Kristín Helgadóttir (formaður foreldrafélags Árbæjarskóla)
  • Guðlaug Karlsdóttir (foreldri í Húsaskóla)
  • Vassanta Idmont (foreldri í Ísakskóla)
  • Maria Sastre (foreldri í Hólabrekkuskóla)
  • Eydís Njarðardóttir (formaður foreldrafélags Háteigsskóla) varamaður

Úr stjórn gekk Sólrún Aspar Sigurðardóttir sem átti fertugsafmæli í dag. Á sama tíma og við þökkum Sólu, sem er fyrrum formaður foreldrafélags Ingunnarskóla, fyrir samstarfið og sitt góða framlag sl. 4 ár  þá bjóðum við þær Mariu Sastre foreldri í Hólabrekkuskóla og Eydísi Njarðardóttur formann foreldrafélags Háteigsskóla hjartanlega velkomnar í stjórn og hlökkum til samstarfsins á nýju starfsári.  Það gleymdist að taka mynd af nýrri stjórn en hér eru þær Sirrý framkvæmdastjóri SAMFOK og Guðlaug stjórnarkona á góðri stundu við aðalfundarstörfin.

Ljósmynd af Sigríði Björk og Guðlaugu