Andlitsmynd af Sigríði Björk

Sigríður Björk Einarsdóttir, upplýsingafræðingur, hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri SAMFOK. Hún er með BA og MA gráður í bókasafns- og upplýsingafræði og er í doktorsnámi í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Sigríður hefur verið virk í félagsstarfi í tengslum við menntun og velferð barna. Hún er fyrrum formaður foreldrafélags Hólabrekkaskóla, sat í skólaráði Hólabrekkuskóla og stjórn SAMFOK.

Sigríður tekur við af Bryndísi Jónsdóttur sem nú starfar sem verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, Landssamtökum foreldra. Stjórn SAMFOK býður Sigríði hjartanlega velkomna til starfa og þakkar Bryndísi fyrrum framkvæmdarstjóra fyrir vel unnin störf sl. 7 ár  og óskum henni farsældar á nýjum vettvangi þar sem reynsla hennar og þekking mun nýtast vel.

SAMFOK eru samtök grunnskólaforeldra í Reykjavík. Helstu markmið SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna, eru að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Samtökin eru sameiginlegur málsvari grunnskólaforeldra í Reykjavík og tekur þátt í stefnumótun Reykjavíkurborgar sem varða skóla- og frístundamál.  Samtökin veita foreldrum og fulltrúum foreldra í stjórnum foreldrafélaga og skólaráðum upplýsingar og ráðgjöf um málefni sem varða skólasamfélagið.