Þá er nýtt skólaár hafið og flestar fjölskyldur komnar í rútínuna sem mörg fagna á haustin.
Það verður nóg að gera hjá SAMFOK í vetur en auk hefðbundinna starfa munu ýmis forvarnarverkefni líta dagsins ljós sem við hlökkum mikið til að deila með ykkur.
Bekkjarfulltrúanámskeiðin vinsælu verða að sjálfsögðu á sínum stað og við hvetjum foreldrafélögin til að hafa samband sem fyrst til að festa niður daga. Við bjóðum líka upp á námskeið fyrir stjórnir foreldrafélaga og fulltrúa í skólaráði og munum við auglýsa þau fljótlega.
Framkvæmdastjórinn fékk á síðasta skólaári að sitja fundi hjá all mörgum stjórnum foreldrafélaga og mun það verkefni halda áfram í vetur. Þannig að ef ykkar stjórn er til í að leyfa okkur að koma og fylgjast með á stjórnarfundi þá endilega hafið samband á samfok@samfok.sveinng.com.
Við hlökkum til að starfa með ykkur í vetur.