Reykjavíkurborg stendur fyrir skemmtilegu verkefni í tengslum við Pisa rannsóknina sem lögð verður fyrir alla 10. bekkinga á landinu á næstu vikum. Verkefnið er kallað Písa keik og stendur öllum 10. bekkingum í Reykjavík til boða að senda inn efni. Nú er um að gera að hleypa sköpunargáfunni lausri og senda inn myndband, sögu, ljóð, tónlist eða hvað annað sem hægt er að láta sér detta í hug. Þema verkefnins er Hvers vegna finnst þér mikilvægt að gera þitt besta? Verkinu þarf að skila inn á rafrænu formi og verða bestu verkin sýnd í vor í Ráðhúsi Reykjavíkur.