Mynd af Oddnýju Sturludóttur, Birgittu Báru Hassenstein og Rangari Þorsteinssyni

Skömmu fyrir jól var undirritaður nýr samstarfssamningur SAMFOK og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.  Samkvæmt honum styrkir Reykjavíkurborg samtökin til að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu foreldrastarfs í grunnskólum borgarinnar meðal annars með námskeiðahaldi, stuðningi, ráðgjöf og upplýsingagjöf til foreldra.  Samningurinn mun að óbreyttu endurnýjast sjálfkrafa næstu fjögur árin sem er mikilvægur þáttur í því að mögulegt verður að skipuleggja starfið lengra fram í tímann og horfa til framtíðar. SAMFOK fagnaði 30 ára afmæli á árinu 2013 og er það sérstakt ánægjuefni að borgin skuli með þessum hætti  styðja við foreldrastarf á þessum tímamótum.

Ragnar Þorsteinsson og Birgitta Bára Hassenstein takast í hendur við undirritun samningsins