Merki SAMFOK

Þau gleðilegu tíðindi urðu að SAMFOK var tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla þetta árið. Fulltrúar samtakanna mættu á afhendinguna og þar kom í ljós að SAMFOK fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til foreldrasamstarfs í 30 ár.  Stjórn og starfsmaður SAMFOK þakka heiðurinn. Við erum glöð og hrærð yfir þessari viðurkenningu og viljum tileinka hana öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn í gegnum árin um leið og við þökkum skólaforeldrum ánægjulegt samstarf.

Mynd af stjórn og framkvæmdastjóra SAMFOK við afhendingu foreldraverðlaunanna